Upphafssíða
Almennt
Jarðfræði
Líf í sjó og fjöru
Líf á landi
Myndir og kort
Rit og heimildir
Áhugaverðir tenglar

 

Ritgerðir & bækur
Útgáfa Surtseyjarfélagsins
Kvikmyndir

 

RIT OG HEIMILDIR

Rit Surtseyjarfélagsins

Surtseyjarfélagið hefur frá stofnun þess gefið út skýrslur með niðurstöðum vísindastarfa, sem þar hafa farið fram. Samtals hafa verið gefnar út 11 skýrslur sem eru samsafn greina ýmissa höfunda. Skýrslurnar hafa verið gefnar út á ensku undir nafninu "Surtsey Research Progress Reports" að síðustu undanskilinni en hún ber nafnið "Surtsey Research". Í framtíðinni munu skýrslurnar bera síðarnefnda heitið.

Í ritstjórn síðustu skýrslu (árið 2000) voru þeir Karl Gunnarsson sjávarlíffræðingur, Eyþór Einarsson grasafræðingur og Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur.

Hér að neðan eru aðgengilegar allar útgefnar skýrslur Surtseyjarfélagsins frá upphafi. Með því að smella á viðkomandi skýrslu (titil eða forsíðumynd) birtist efnisyfirlit hennar og þar er mögulegt að velja stakar greinar og umfjöllunarefni. Skrárnar eru á pdf-sniði og bent er á að þær eru ólíkar að stærð.

Til þess að skoða skrár á pdf-sniði þarf acrobat-skoðari að vera uppsettur á tölvunni, hann er hægt að nálgast hér:


Surtsey Research Progress Report - V (1970)


Einnig hafa Hið íslenska náttúrufræðifélag og Surtseyjarfélagið staðið að útgáfu bókar Sturlu Friðrikssonar sem ber nafnið; Surtsey - Lífríki í mótun. Bókin kom út árið 1994 en þar er saga og náttúra Surtseyjar rakin ítarlega í máli og myndum (smellið á myndina til að skoða kápu bókarinnar). Bókin var einnig gefin út á ensku og þýsku árið 2005 og er m.a. hægt að kaupa þær á vef Háskólaútgáfunnar.


Árið 2000 stóðu Náttúrufræðistofnun Íslands og Surtseyjarfélagið fyrir útgáfu jarðfræðikorts af Surtsey sem dreift hefur verið af Mál og Menningu. Höfundur kortsins er Sveinn P. Jakobsson. Hægt er að skoða kortið undir svæðinu "Myndir og kort" (Smellið á myndina hér til hægri til að skoða kápu kortsins).


Surtseyjarritin, bókina og jarðfræðikortið er hægt að kaupa á skrifstofu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Hlemmi 3.

 

- síðast uppfært 13-May-2015

 

Surtseyjarfélagið - The Surtsey Research Society - P.O. Box 352 - 121 Reykjavik - Iceland - surtsey@ni.is