Upphafssíða
Almennt
Jarðfræði
Líf í sjó og fjöru
Líf á landi
Myndir og kort
Rit og heimildir
Áhugaverðir tenglar
 
IN ENGLISH
 

 

 

Surtsey 55 ára

Í dag, 14. nóvember 2018, eru liðin 55 ár frá upphafi Surtseyjarelda sem jafnframt er eitt lengsta eldgos á Íslandi eftir landnámi. Gosið kom mörgum á óvart því að á þessum árum var ekki talin hætta á eldgosi við Vestmannaeyjar. Áratug seinna, 23. janúar 1973, hófst eldgos í Heimaey og stóð það fram í júlí sama ár. Gosið olli miklum spjöllum og breytingum á eynni. Jarðvísindamenn telja að tengsl hafi verið á milli þessara tveggja eldsumbrota.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa nánar um Surtsey á þessum tímamótum.

Surtsey 1963

Surtsey 1963. Ljósmynd. Jón Jónsson

14. nóvember 2018

 

 

Vísindagreinar frá 50 ára afmælisráðstefnu Surtseyjar SR XIII

Surtseyjarfélagið hefur gefið út 13. hefti ritsins Surtsey Research en í því eru birtar greinar og útdrættir eftir innlenda og erlenda vísindamenn. Greinarnar byggja á erindum sem flutt voru á 50 ára afmælisráðstefnu Surtseyjar árið 2013. Heftið er nú aðeins gefið út á  rafrænu formi og er efni þess aðgengilegt hér á heimasíðu félagsins.

Auk þessarar útgáfu Surtseyjarfélagsins hefur alþjóðlega vísindaritið Biogeosciences birt tíu greinar í sérheftinuGeological and biological development of volcanic islands, en ritið er opið og öllum aðgengilegt á netinu. Átta greinanna fjalla um rannsóknir í Surtsey.

Í ár eru liðin fimmtíu ár frá því Surtsey var friðlýst vegna vísindarannsókna er þar fara fram. Surtseyjarfélagið var stofnað sama ár og jafnframt var þá gefið út 1. hefti af riti félagsins. Með þessu nýjasta hefti hafa birtst í ritinu yfir 220 greinar og skýrslur um rannsóknir í Surtsey og tengd efni. Þær eru ómetanleg heimild um myndun og mótun eyjarinnar, landnám lífvera og framvindu vistkerfis hennar.

26. maí 2015

 

Málstofa á Líffræðiráðstefnu tileinkuð 50 ára afmæli SurtseyjarMáfavarp

Þann 9. nóvember s.l. stóð Surtseyjarfélagið fyrir málstofu um rannsóknir á lífríki Surtseyjar. Þessi málstofa var hluti af Líffræðiráðstefnunni 2013, sem haldin var í Öskju Háskóla Íslands í Reykjavík, dagana 8.-9. nóvember. Þetta var gert til að vekja athygli á 50 ára gosafmæli Surtseyjar 14. nóvember.

Á málstofunni voru haldin fimm erindi sem fjölluðu um nýjustu rannsóknir á ýmsum mismunandi lífveruhópum í Surtsey, allt frá jarðvegsörverum til fugla. Málstofan vakti talsverða athygli og alls tóku 47 manns þátt í henni, þrátt fyrir að hægt væri að velja milli fjögurra mismunandi málstofa á Líffræðiráðstefnunni.

Eftirfarandi erindi voru flutt á málstofunni:

Bjarni Diðrik Sigurðsson: Rannsóknir á þróun lífríkis eldfjallaeyja í heiminum [ágrip] [glærur]

Karl Gunnarsson: Aðflutningur og uppvöxtur lífvera í neðansjávarhlíðum Surtseyjar [ágrip] [glærur]

Niki Leblans: Áhrif sjófugla á uppsöfnun næringarefna í jarðvegi og vöxt plantna í Surtsey [ágrip] [glærur]

Borgþór Magnússon: Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey [ágrip] [glærur]

Viggó Þór Marteinsson: Landnám örvera í mismunandi jarðvegsgerðum Surtseyjar [ágrip] [glærur]

Mjög skemmtilegar umræður urðu á milli frummælenda og áheyrenda í lok málstofunnar. Áhugasamir geta skoðað ágrip erinda og fyrirlestrana sem pdf með því að smella á [glærur].

Einnig geta áhugasamir nálgast ágrip erinda ráðstefnunnar á slóðinni: http://biologia.is/liffraediradstefnan-2013/dagskra/

13. nóvember 2013

 

SURTSEY 50 ÁRA AFMÆLISRÁÐSTEFNA 2013Surtsey 50

Surtseyjarfélagið stóð fyrir alþjóðlegri vísindaráðstefnu í tilefni þess að í ár verða liðin 50 ár frá upphafi Surtseyjarelda. Ráðstefnan var haldin í Reykjavík 12.-15. ágúst 2013.

Dagskrá og ágrip erinda - Programme and abstracts

Eldra efni tengt ráðstefnunni:

Announcement in Frontiers of Biogeography by Henning Adsersen

Surtsey 50th Anniversary Conference - 2nd Circular

Surtsey 50th Anniversary Conference - 1st Circular

uppfært 16. ágúst 2013

 

 

VelkominVelkomin á heimasíðu Surtseyjarfélagsins.

Surtseyjarfélagið hefur verið starfandi síðan 1965, tveimur árum eftir upphaf goss í Surtsey. Frekari umfjöllun um félagið er að finna hér.

Síðunni er ætlað að vera almenningi og áhugasömum brunnur fróðleiks um eyjuna og þróun hennar. Hér er að finna helstu upplýsingar um uppruna Surtseyjar og þróun hennar bæði hvað jarðfræði snertir og líffræði.

Vísindamenn og fræðimenn, hver á sínu sviði, hafa lagt til þann texta sem hér er að finna og verður hann uppfærður og yfirfarinn reglulega. Sjálfsagt er að vitna í textann og ber þá að geta heimilda.

SurtseyjarfÚlagi­ - The Surtsey Research Society - P.O. Box 352 - 121 Reykjavik - Iceland - surtsey@ni.is