15.11.2022. Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

Surtseyjarfélagið hefur gefið út ritið Surtsey Research 15. Í því eru 9 vísindagreinar eftir 30 höfunda um líffræði og jarðfræði. Fimm greinar fjalla um landvistfræði. Þar af þrjár greinar um framvindu og útbreiðslu æðplantna, mosa og sveppa í Surtsey, ein um þróun framleiðni og jarðvegsöndunar og hvernig nota má fjarkönnun til að mæla þá þætti og ein um áhrif sjófugla á gróðurframvindu á Breiðamerkursandi í A-Skaft. Ein grein er um sjávarvistfræði og hún fjallar um hvalagöngur í kringum Surtsey. Þrjár greinar fjalla um jarðfræði. Ein fjallar um steingerð fótspor í Surtsey, ein um djúpborunarverkefnið sem unnið var að í Surtsey sumarið 2017 og ein um 50 ára mælingar á jarðhita í eynni.

Ritið og einstakar greinar þess má nálgast hér á vef Surtseyjarfélagsins og einnig eldri útgáfur í ritröðinni.

Surtsey