Heiðursfélagar
Samkvæmt 4. grein í lögum félagsins getur aðalfundur kosið heiðursfélaga. Stjórn félagsins ákvað árið 2025 að nýta þessa heimild, en það hafði ekki verið gert í næstum hálfa öld.
Aðalfundur 2025 kaus þrjá heiðursfélaga:

Mynd. Þau Unnur Skúladóttir, Erling Ólafsson og Borgþór Magnússon (frá vinstri fyrir miðju) voru kjörin heiðursfélagar Surtseyjarfélagsins. Hallgrímur Jónasson, fráfarandi formaður 2025 (til vinstri), og Olga Kolbrún Vilmundardóttir, varaformaður (til hægri) afhentu heiðursfélögum blómvönd og skjal í því tilefni. Ljósm. Hólmfríður Sigurðardóttir.
Unnur Skúladóttir
Fiskifræðingur og einn af stofnfélögum Surtseyjarfélagsins árið 1965
Nánari umfjöllun um tilnefninguna HÉR
Erling Ólafsson
Skordýrafræðingur, fyrst til Surtseyjar 1970 og þátttakandi í líffræðileiðöngrum til 2020
Nánari umfjöllun um tilnefninguna HÉR
Borgþór Magnússon
Gróðurvistfræðingur, varaformaður félagsins 2009-2022, fyrst til Surtseyjar 1975 og þátttakandi í líffræðileiðöngrum til 2021
Nánari umfjöllun um tilnefninguna HÉR
Heiðursfélagar tilnefndir áður á aðalfundum Surtseyjarélagsins:
Hafsteinn Hafsteinsson
Fyrrum forstjóri Landhelgisgæslunnar
Gunnar Bergsteinsson, d. 2008
Fyrrum forstöðumaður Sjómælinga Íslands og síðan forstjóri Landhelgisgæslunnar
Agnar Kofoed Hansen, d. 2015
Fyrrum flugmálastjóri
Pétur Sigurðsson, d. 1998
Fyrrum forstjóri Landhelgisgæslunnar
Paul S. Bauer, d.1977
Styrktaraðili Surtseyjarfélgsins sem gaf félaginu fé til byggingar á skála í eynni fyrir vísindamenn. Hann nefnist síðan Pálsbær í höfuð hans.