LÍF Í SJÓ OG FJÖRU
Selir
Selir heimsóttu eyna í fyrsta sinn skömmu eftir að hún kom úr hafi og notuðu hana sem hvíldarstað. Stöðugar breytingar á strandlengjunni hafa þó hindrað það, að selir kæptu þar reglulega fyrr en um 1983.
Fjöldi landsela nýtir eyjuna sem hvíldarstað um vetur, enda er stutt á fengsæl “fiskimið” frá Surtsey. Margir landseslkópar virðast þó ekki fæðast í Surtsey, því við flugtalningar sem fara fram í ágúst hafa sést einungis fá dýr (0-20). Útselir hins vegar safnast á norðurtangann á eyjunni hvert haust og kæpa. Haustið 2003 sáust þar mest 37 hvítir kópar og talsverður fjöldi fulloðinna dýra hjá þeim. Hámark kæpingar útsels í Surtsey virðist vera í fyrri hluta októbermánaðar.