14.11.2018. Í dag, 14. nóvember 2018, eru liðin 55 ár frá upphafi Surtseyjarelda sem jafnframt er eitt lengsta eldgos á Íslandi eftir landnámi. Gosið kom mörgum á óvart því að á þessum árum var ekki talin hætta á eldgosi við Vestmannaeyjar. Áratug seinna, 23. janúar 1973, hófst eldgos í Heimaey og stóð það fram í júlí sama ár. Gosið olli miklum spjöllum og breytingum á eynni. Jarðvísindamenn telja að tengsl hafi verið á milli þessara tveggja eldsumbrota.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa nánar um Surtsey á þessum tímamótum.